Semur tónlist fyrir stórmynd í Hollywood Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 6. september 2008 07:00 Jóhann Jóhannsson semur fyrir Personal Effects, Hollywood-stórmynd með Ashton Kutcher og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“ Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira