3D allsráðandi 18. september 2008 05:00 Bandaríski leikstjórinn James Cameron með þrívíddargleraugun sín. Hann er einn þeirra sem vinna skipulega að því að koma slíkum kvikmyndum í framleiðslu. Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira