Formúla 1

Hamilton fremstur á ráslínu

Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Fuji brautinni í morgun á McLaren.
Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Fuji brautinni í morgun á McLaren. Mynd: Getty Images

Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði.

Hamilton er því kjörstöðu fyrir kappaksturinn, en Robert Kubica sem á möguleika á titilinum eins og Hamilton og Massa er aðeins ellefti á ráslínu. Kubica var aldrei sáttur við uppsetningu bílsins og hans gæti beðið erfið vinna í keppninni.

Mark Webber varð sjötti í tímatökunni á Red Bull, en verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipa um vél á lokaæfingu fyrir tímatökuna.

Nick Hedifeld var refsað fyrir að brjóta á David Coulthard í tímatökunni og var færður úr sjöunda sæti í það tíunda eftir keppnina.

Torro Rosso náði tveimur bílum í lokaumferð tímatökunnar, Sebastian Vettel varð áttundi og Sebastian Bourdais tíundi.

Ef Hamilton nær sex stigum meira úr mótinu í Sjanghæ en Massa, þá verður hann yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en það met á Alonso. Alonso var 24 ára gamall, en Hamilton er 23 ára.

Bein útsending verður frá kappakstrinum í Sjanghæ kl. 06.30 á aðfaranútt sunnudags í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Sjá nánar

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×