Hlýnun jarðar hættir á næsta ári Óli Tynes skrifar 29. janúar 2008 13:23 Eins og sjá má á samanburði við jörðina geta sólblettir orðið gríðarlega stórir. Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn. Í Bretlandi verða veturnir til dæmis eins og í Síberíu. Þetta eru niðurstöður rússneskra veðurfarsfræðinga sem segja að þetta gerist þótt allar heimsins þjóðir hætti að blása frá sér góðurhúsalofttegundum. Rússarnir eru nefnilega þeirrar skoðunar að gróðurhúsalofttegundir hafi ekkert með loftslagsbreytingar jarðar að gera, heldur séu það breytingar á virkni sólarinnar sem valdi henni. Talsmaður rússnesku vísindamannanna er Khabibullo Abdusamatov, sem er yfirmaður Pulkovo geimrannsóknarstöðvarinnar í Sankti Pétursborg. Niðurstöður sínar byggja rússarnir á fækkun sólbletta. Sólblettir eru dökkir að sjá vegna þess að þeir eru kaldari en umhverfið. Þeir geta orðið stærri um sig en jörðin og hafa mikil áhrif á virkni sólarinnar. Því fleiri sem þeir eru þeim mun meiri er útgeislun hennar. Rússarnir sækja samlíkingu til hinnar svokölluðu litlu ísaldar sem stóð frá 1645 til 1715. Þá urðu gríðarlegir kuldar í Evrópu og Bandaríkjunum. Abdusamatov segir að sannað sé að þá hafi sólblettavirknin aðeins verið einn þúsundasti af norminu. Þetta er að gerast aftur, segir hann. Abdusamatov segir að árið 2041 verði sólblettir í lágmarki. Snörp kæling jarðarinnar hefjist því í síðasta lagi í kringum 2060. Næstu 65 árin verði ísöld. Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið. Rússarnir eru síður en svo einir um þá skoðun að sólblettir hafi áhrif á veðurfar á jörðinni. Bradley E. Schaefer, prófessor við Yale háskóla skrifaði árið 1997 grein í tímaritið Sky & Telescope. Þar veltir hann fyrir sér örlögum byggðar norrænna manna á Grænlandi. Hún lagðist af af óútskýrðum ástæðum. Um það leyti voru sólblettir í lágmarki. Grein sína kallaði Schaefer Sunspots that Changed The World. Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn. Í Bretlandi verða veturnir til dæmis eins og í Síberíu. Þetta eru niðurstöður rússneskra veðurfarsfræðinga sem segja að þetta gerist þótt allar heimsins þjóðir hætti að blása frá sér góðurhúsalofttegundum. Rússarnir eru nefnilega þeirrar skoðunar að gróðurhúsalofttegundir hafi ekkert með loftslagsbreytingar jarðar að gera, heldur séu það breytingar á virkni sólarinnar sem valdi henni. Talsmaður rússnesku vísindamannanna er Khabibullo Abdusamatov, sem er yfirmaður Pulkovo geimrannsóknarstöðvarinnar í Sankti Pétursborg. Niðurstöður sínar byggja rússarnir á fækkun sólbletta. Sólblettir eru dökkir að sjá vegna þess að þeir eru kaldari en umhverfið. Þeir geta orðið stærri um sig en jörðin og hafa mikil áhrif á virkni sólarinnar. Því fleiri sem þeir eru þeim mun meiri er útgeislun hennar. Rússarnir sækja samlíkingu til hinnar svokölluðu litlu ísaldar sem stóð frá 1645 til 1715. Þá urðu gríðarlegir kuldar í Evrópu og Bandaríkjunum. Abdusamatov segir að sannað sé að þá hafi sólblettavirknin aðeins verið einn þúsundasti af norminu. Þetta er að gerast aftur, segir hann. Abdusamatov segir að árið 2041 verði sólblettir í lágmarki. Snörp kæling jarðarinnar hefjist því í síðasta lagi í kringum 2060. Næstu 65 árin verði ísöld. Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið. Rússarnir eru síður en svo einir um þá skoðun að sólblettir hafi áhrif á veðurfar á jörðinni. Bradley E. Schaefer, prófessor við Yale háskóla skrifaði árið 1997 grein í tímaritið Sky & Telescope. Þar veltir hann fyrir sér örlögum byggðar norrænna manna á Grænlandi. Hún lagðist af af óútskýrðum ástæðum. Um það leyti voru sólblettir í lágmarki. Grein sína kallaði Schaefer Sunspots that Changed The World.
Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila