Lífið samstarf

Vinningshafar í leik Vísis, Hans Petersen og Ljósmyndari.is

Fyrsta sæti, Krakki með kók.
Fyrsta sæti, Krakki með kók. Kolbrún Inga Gunnlaugsdóttir.
Í desember síðastliðinn stóð Vísir.is fyrir ljósmyndasamkeppninni Myndarleg jól, í samstarfi við Hans Petersen og ljósmyndari.is.

Markmið keppninnar var að hvetja landsmenn til að festa á filmu anda og augnarblik jólanna, og verðlauna þær myndir og ljósmyndara sem best náðu því markmiði, að mati dómnefndar.

Þátttaka í samkeppninni var afskaplega góð, en yfir 700 myndir voru sendar inn í keppnina, og augljóst að nýliðin jól hafa verið uppspretta margra skemmtilegra og fallegra stunda. Eftir mikið og vandasamt starf hefur dómnefnd nú skorið úr um sigurvegara keppninnar.

Hans Petersen gaf glæsilegt ljósmyndastúdíó í fyrstu verðlaun, en með stúdíóinu getur hver sem er myndað eins og fagmaður heima í stofu. Í öðru og þriðja sæti gaf Hans Petersen inneign fyrir stafræna framköllun.

Ljósmyndari.is gaf ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem kennt er á myndavélina, tölvuna og stúdíóið.

Vinningsmyndirnar þóttu ná einstaklega vel að fanga anda jólanna og óska Vísir.is, Hans Petersen og Ljósmyndari.is sigurvegurunum hjartanlega til hamingju.

Vísir, Hans Petersen og ljósmyndari.is þakka öllum þeim sem sendu inn myndir í samkeppnina.

Fyrsta sæti

Ljósmyndari: Kolbrún Inga Gunnlaugsdóttir

Kolbrún hlýtur glæsilegt heimastúdíó frá Hans Petersen og þriggja daga ljósmyndanámskeið frá ljosmyndari.is

Annað sæti.Fanney Sigurgeirsdóttir.
Annað sæti

Ljósmyndari: Fanney Sigurgeirsdóttir.

Fanney hlýtur í verðlaun framköllun á 500 stafrænum myndum frá Hans Petersen og tveggja daga ljósmyndanámskeið frá ljosmyndari.is.

Þriðja sæti.Brynja Björk Garðarsdóttir
Þriðja sæti

Ljósmyndari: Brynja Björk Garðarsdóttir

Brynja hlýtur inneign uppá 100 stafrænar myndir frá Hans Petersen og tveggja daga ljósmyndanámskeið frá ljosmyndari.is.

Nánar um vinningana:



Heimastúdíó frá Hans Petersen

Myndir eru minningar, framkallaðu þínar af harða diskinum.

Ljósmyndanámskeið Ljósmyndari.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×