Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Paxal 28. október 2024 14:52 Skálmöld hertekur Hörpu næstu helgi og flytur allar sex plötur sínar á þrennum tónleikum. Með í för verður kammerkórinn Hymnodia og er óhætt að lofa stórkostlegri upplifun. Skálmöld slær upp sannkallaðri stórveislu næstu helgi þegar sveitin spilar allar sex plötur sínar á þremur kvöldum í Hörpu. Sveitinni til halds og trausts verður kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri en annars mun tónlistin njóta sín í upprunalegri útgáfu. „Þessi brjálaða en um leið skemmtilega hugmynd kviknaði sumarið 2023 þegar við vorum á tónleikaferðalagi í Austurríki,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi, bassaleikari sveitarinnar. „Eigum við að segja að hún hafi kviknað eftir a.m.k. tvo bjóra en þá vorum við að ræða næstu áskoranir fyrir okkur og hvaða krefjandi verkefni við vildum takast á við næst. Skálmöld hefur aldrei verið hljómsveit sem hjakkast endalaust í sama farinu heldur þurfum við reglulega að ögra okkur rækilega. Þannig kom þessi hugmynd til, að spila allar sex plöturnar okkar á þremur dögum.“ Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands héldu tónleika í Hörpu í nóvember 2013 og í ágúst 2018 við gríðar góðar undirtektir. Tónleikarnir eru haldnir næsta föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld í Eldborgarsal Hörpu. Allir tónleikarnir verða settir þannig upp að tvær plötur eru spilaðar á hverju kvöldi, ein fyrir hlé og önnur eftir hlé. „Við ríðum á vaðið með Sorgir og Börnum Loka fyrsta kvöldið. Á laugardag spilum við Með vættum og Vögguvísur Yggdrasils og við lokum þessu á sunnudag með plötunum Ýdalir og Baldur. Lögin eru spiluð í sömu röð og kemur fyrir á hverri plötu sem gleður auðvitað vínylnörd eins og mig. Við bjóðum upp á svakalegt ljósvasjóv og textarnir verða birtir á tjaldi.“ Allar sex plötur Skálmaldar verða fluttar í Hörpu næstu helgi. Í efri röð frá vinstri eru Baldur (2010), Börn Loka (2012) og Með vættum (2014). Í neðri röð frá vinstri eru Vögguvisur Yggdrasils (2016), Sorgir (2018) og Ýdalir sem kom út árið 2023. Aldrei fyrstir með nokkurn hlut Bibbi segir tónleikana þrjá leggjast mjög vel í þá félaga enda séu þeir vel slípaðir og þéttir eftir tónleikaferðir síðustu ára. „Það er ákveðinn sjarmi fólginn í því að leggja niður hljóðfærin eftir tónleika og pikka þau svo bara aftur upp á sama sviði degi síðar. Okkur finnst ágætt að vera ekki að dreifa þeim yfir lengri tíma en auðvitað verðum við þreyttir á mánudagsmorguninn eftir þrenna tónleika á þremur dögum og næstum 60 lög.“ Mynd/Timo Isoaho. Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum hljómsveit af þessari stærðargráðu spila allar plötur sínar með þessum hætti, hvorki hér innanlands eða út í heimi. Þekkir hann einhver dæmi þess? „Ég man ekki eftir að hafa heyrt um svona áður, við höfum a.m.k. enga fyrirmynd til að byggja á. En ég efast nú samt um að við séum fyrstir með nokkurn hlut þannig að líklega hefur einhver gert eitthvað svipað áður með kannski ólíkan plötu- og lagafjölda.“ Kammerkórinn Hymnodia kemur fram með Skálmöld á tónleikunum þremur næstu helgi. Kórinn hefur sungið með Skálmöld í þremur verkefnum á árunum 2012 til 2018 og er „er einfaldlega frábær kór, fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“," að sögn Bibba. Kór fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“ Eins og fyrr segir verður kammerkórinn Hymnodia með í för en hann hefur sungið með sveitinni í þremur verkefnum á árunum 2012 til 2018. „Hymnodia verður með okkur á sviðinu en ekki til hliðar eins og bakraddaband. Kórinn söng fyrst með okkur á útgáfutónleikum Börnum Loka sem kom út árið 2012. Á þeim tíma þekktist ekki að blanda þessum formum saman og þótti smá flipp. Samstarfið gekk ótrúlega vel og þegar Sinfó hafði samband ári síðar vegna tónleika sem við héldum saman í Hörpu árið 2013 vildum við að sjálfsögðu hafa Hymnodia með okkur þar. Hann hefur því fylgt okkur í tólf ár og er einfaldlega frábær kór, fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Alltaf jafn gaman Skálmöld var stofnuð árið 2009 af Bibba og Björgvini Sigurðssyni, söngvara og gítarleikara sveitarinnar. Sex stúdíóplötum, tveimur tónleikaplötum og mörgum tónleikaferðum víða um heim síðar er þetta enn „ógeðslega gaman“ að sögn Bibba. „Þetta er auðvitað ekki sami fiðringurinn og í gamla daga, hann hefur eðlilega breyst. Við höfum verið saman sömu sex meðlimirnir allan þennan tíma og farið í gegnum hæðir og lægðir. En við brennum enn fyrir hljómsveitinni okkar og nýjum áskorunum eins og þeirri sem við ætlum að bjóða upp á í Hörpu næstu helgi.“ Tónleikarnir þrír fara fram í Hörpu dagana 1.-3. nóvember og hefjast allir kl. 20. Miðasala fer fram á Tix.is. Harpa Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Þessi brjálaða en um leið skemmtilega hugmynd kviknaði sumarið 2023 þegar við vorum á tónleikaferðalagi í Austurríki,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi, bassaleikari sveitarinnar. „Eigum við að segja að hún hafi kviknað eftir a.m.k. tvo bjóra en þá vorum við að ræða næstu áskoranir fyrir okkur og hvaða krefjandi verkefni við vildum takast á við næst. Skálmöld hefur aldrei verið hljómsveit sem hjakkast endalaust í sama farinu heldur þurfum við reglulega að ögra okkur rækilega. Þannig kom þessi hugmynd til, að spila allar sex plöturnar okkar á þremur dögum.“ Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands héldu tónleika í Hörpu í nóvember 2013 og í ágúst 2018 við gríðar góðar undirtektir. Tónleikarnir eru haldnir næsta föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld í Eldborgarsal Hörpu. Allir tónleikarnir verða settir þannig upp að tvær plötur eru spilaðar á hverju kvöldi, ein fyrir hlé og önnur eftir hlé. „Við ríðum á vaðið með Sorgir og Börnum Loka fyrsta kvöldið. Á laugardag spilum við Með vættum og Vögguvísur Yggdrasils og við lokum þessu á sunnudag með plötunum Ýdalir og Baldur. Lögin eru spiluð í sömu röð og kemur fyrir á hverri plötu sem gleður auðvitað vínylnörd eins og mig. Við bjóðum upp á svakalegt ljósvasjóv og textarnir verða birtir á tjaldi.“ Allar sex plötur Skálmaldar verða fluttar í Hörpu næstu helgi. Í efri röð frá vinstri eru Baldur (2010), Börn Loka (2012) og Með vættum (2014). Í neðri röð frá vinstri eru Vögguvisur Yggdrasils (2016), Sorgir (2018) og Ýdalir sem kom út árið 2023. Aldrei fyrstir með nokkurn hlut Bibbi segir tónleikana þrjá leggjast mjög vel í þá félaga enda séu þeir vel slípaðir og þéttir eftir tónleikaferðir síðustu ára. „Það er ákveðinn sjarmi fólginn í því að leggja niður hljóðfærin eftir tónleika og pikka þau svo bara aftur upp á sama sviði degi síðar. Okkur finnst ágætt að vera ekki að dreifa þeim yfir lengri tíma en auðvitað verðum við þreyttir á mánudagsmorguninn eftir þrenna tónleika á þremur dögum og næstum 60 lög.“ Mynd/Timo Isoaho. Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum hljómsveit af þessari stærðargráðu spila allar plötur sínar með þessum hætti, hvorki hér innanlands eða út í heimi. Þekkir hann einhver dæmi þess? „Ég man ekki eftir að hafa heyrt um svona áður, við höfum a.m.k. enga fyrirmynd til að byggja á. En ég efast nú samt um að við séum fyrstir með nokkurn hlut þannig að líklega hefur einhver gert eitthvað svipað áður með kannski ólíkan plötu- og lagafjölda.“ Kammerkórinn Hymnodia kemur fram með Skálmöld á tónleikunum þremur næstu helgi. Kórinn hefur sungið með Skálmöld í þremur verkefnum á árunum 2012 til 2018 og er „er einfaldlega frábær kór, fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“," að sögn Bibba. Kór fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“ Eins og fyrr segir verður kammerkórinn Hymnodia með í för en hann hefur sungið með sveitinni í þremur verkefnum á árunum 2012 til 2018. „Hymnodia verður með okkur á sviðinu en ekki til hliðar eins og bakraddaband. Kórinn söng fyrst með okkur á útgáfutónleikum Börnum Loka sem kom út árið 2012. Á þeim tíma þekktist ekki að blanda þessum formum saman og þótti smá flipp. Samstarfið gekk ótrúlega vel og þegar Sinfó hafði samband ári síðar vegna tónleika sem við héldum saman í Hörpu árið 2013 vildum við að sjálfsögðu hafa Hymnodia með okkur þar. Hann hefur því fylgt okkur í tólf ár og er einfaldlega frábær kór, fullur af jákvæðni og réttu „attitjúdi“. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Alltaf jafn gaman Skálmöld var stofnuð árið 2009 af Bibba og Björgvini Sigurðssyni, söngvara og gítarleikara sveitarinnar. Sex stúdíóplötum, tveimur tónleikaplötum og mörgum tónleikaferðum víða um heim síðar er þetta enn „ógeðslega gaman“ að sögn Bibba. „Þetta er auðvitað ekki sami fiðringurinn og í gamla daga, hann hefur eðlilega breyst. Við höfum verið saman sömu sex meðlimirnir allan þennan tíma og farið í gegnum hæðir og lægðir. En við brennum enn fyrir hljómsveitinni okkar og nýjum áskorunum eins og þeirri sem við ætlum að bjóða upp á í Hörpu næstu helgi.“ Tónleikarnir þrír fara fram í Hörpu dagana 1.-3. nóvember og hefjast allir kl. 20. Miðasala fer fram á Tix.is.
Harpa Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira