Formúla 1

Massa fyrstur í Malasíu

Felipe Massa frá Brasilíu náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Malasíu í nótt.
Felipe Massa frá Brasilíu náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Malasíu í nótt. mynd: kappakstur.is

Brasilíumaðurinn Felipe Massa á Ferrari náði langbesta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Malasíu í nótt. Hann varð sekúndu fljótari en KImi Raikkönen á samskonar bíl. Bíll Raikkönen bilaði á æfingunni og David Coulthard á Red Bull fékk nokkuð harkalegan skell. Hann slapp þó ómeiddur.

Bilun í bíl Raikkönen er áhyggjuefni og ekki síður að vélin sprakk í bíl Adrian Sutil sem notar samskonar vél og Ferrari. Ekki góð tíðindi í herbúðum Ferrari.

1. Felipe Massa Ferrari 1.35.392, 2. Kimi Raikkönen, Ferrari 1.36.459, 3. Heikki Kovalainen, McLaren 1.36.556, 4. Nico Rosberg, Williams 1:36:578, 5. Lewis Hamilton, McLaren 1:36.578, 6. Fernando Alonso 1:37.022




Fleiri fréttir

Sjá meira


×