Formúla 1

Ökumenn McLaren kallaðir fyrir dómara

Nick Heidfeld telur sig hafa taoað þriðja sæti í tímatökum í nótt vegna aðgæsluleysis McLaren.
Nick Heidfeld telur sig hafa taoað þriðja sæti í tímatökum í nótt vegna aðgæsluleysis McLaren. mynd: kappakstur.is

Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru kallaðir fyrir dómara mótsins á Sepang brautinni í dag, eftir athugasemd frá Nick Heidfeld og Fernando Alonso. Þeir töldu að McLaren hefðu sýnt vítavert gáleysi þegar þeir hægðu á bílnum sínum eftir að hafa lokið sínum hraðasta hring.

Heidfeld og Alonso geystust um brautina á síðasta sjéns, en þegar þeir nálguðust endamarkið voru nokkrir bílar í aksturslínunni á dóli. Báðir tiltóku sérstaklega að Kovalainen og Hamilton hefðu truflað þá mest. Ökumennirnir í sök sögðust hafa talið að tímatökunni væri lokið. Málið er í rannnsókn hjá dómurum FIA á staðnum.

Heidfeld telur að hann hafi tapað 0.2 sekúndum á atvikinu og þar með þriðja sæti á ráslínu á eftir Felipe Massa og Kimi Raikkönen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×