Toyota nærri toppliðunum í Formúlu 1 27. mars 2008 09:19 Toyota virðist í betri stöðu núna, en síðustu misseri í Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Jarno Trulli telur að Toyota sé komið í þá stöðu að vera rétt á eftir toppliðunum í Formúlu 1. Hann varð í fjórða sætií Malasíu um helgina. ,,Ég hef þá trú að við séum með bíl til að berjast af krafti. Það er mikill léttir, af því að í fyrra gátum við ekkert. McLaren og Ferrari standa framar og BMW örlítið líka, en svona kemur okkar lið hvað styrk varðar", segir Trulli. Trulli segir liðið með bíl sem hann geti breyttt á milli móta og aðlagað einstölkum brautum og að bíll síðasta árs hafi verið mjög takmaraður. Hann var þriðji á ráslínu í Malasíu og sjötti í fyrsta mótinu. ,,Við eigum möguleika á að ógna toppliðunum, en mér mistókst í startinu á Sepang brautinni, en tel reyndar að við hefðum ekkert komist ofar en í fjórða sætið, þó allt hefði gengið upp í byrjun", sagði Trulli. Hann sá við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum og átti í fullu tré við Heikki Kovalainen á samskonar bíl mest alla keppnina, en varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Kovalainen áður en yfir lauk. Næsta mót er í Barein um aðra helgi og þar æfði Toyota í vetur ásamt Ferrari, sem gæti komið liðsmönnum til góða. Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jarno Trulli telur að Toyota sé komið í þá stöðu að vera rétt á eftir toppliðunum í Formúlu 1. Hann varð í fjórða sætií Malasíu um helgina. ,,Ég hef þá trú að við séum með bíl til að berjast af krafti. Það er mikill léttir, af því að í fyrra gátum við ekkert. McLaren og Ferrari standa framar og BMW örlítið líka, en svona kemur okkar lið hvað styrk varðar", segir Trulli. Trulli segir liðið með bíl sem hann geti breyttt á milli móta og aðlagað einstölkum brautum og að bíll síðasta árs hafi verið mjög takmaraður. Hann var þriðji á ráslínu í Malasíu og sjötti í fyrsta mótinu. ,,Við eigum möguleika á að ógna toppliðunum, en mér mistókst í startinu á Sepang brautinni, en tel reyndar að við hefðum ekkert komist ofar en í fjórða sætið, þó allt hefði gengið upp í byrjun", sagði Trulli. Hann sá við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum og átti í fullu tré við Heikki Kovalainen á samskonar bíl mest alla keppnina, en varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Kovalainen áður en yfir lauk. Næsta mót er í Barein um aðra helgi og þar æfði Toyota í vetur ásamt Ferrari, sem gæti komið liðsmönnum til góða.
Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira