Cannes-hátíðin hafin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 15. maí 2008 06:00 Rúnar Rúnarsson á mynd í keppni stuttmynda um Gullpálmann í Cannes. Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes. Cannes Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes.
Cannes Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein