Formúla 1

Massa fremstur á ráslínu á heimavelli

Massa náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu í dag.
Massa náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu í dag. mynd: Getty Images

Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma í síðustu tímatöku ársins og er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn á morgun. Lewis Hamilton varð fjórði í tímatökunni og er á eftir Jarno Trulli og Kimi Raikkönen.

Hamilton verður að ná fimmta sæti, ef Massa vinnur mótið. Fernando Alonso ræsir af stað fyrir aftan Hamilton, en þeir háðu harða keppni um titilinn í fyrra og Alonso er ekki hrifinn af möguleikum McLaren í mótinu.

Árangur Jarno Trulli á Toyota er mjög góður og hann náði sér af flensu sem háði honum í vikunni. Hann gæti haft veruleg áhrif á útkomu í mótinu.

Bein útsending er frá kappakstrinum kl. 16.00 á mprgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði










Fleiri fréttir

Sjá meira


×