Eru álög á nýju Bond myndinni? 5. maí 2008 11:25 Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik. Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik.
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira