Smáfuglar í forvali 3. september 2008 03:00 Stuttmynd Rúnars, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Með því að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar fór myndin sjálfkrafa í hóp þeirra sem valið er úr þegar kosnar eru þær fimm myndir sem fá tilnefningu. Fyrsta stuttmynd Rúnars, Síðasti bærinn, hlaut tilnefningu til Óskarsins árið 2006 sem besta stuttmyndin. Smáfuglar, eða 2 Birds, hefur fengið mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum erlendis. Um síðustu helgi var hún sýnd við góðan orðstír á hinni virtu kvikmyndahátíð í Telluride í Colorado auk þess sem hún hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Noci sem var haldin á Suður-Ítalíu á dögunum. Einnig má geta þess að tvær íslenskar kvikmyndir hafa verði valdar til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem verður haldin 4. til 13. september. Um er að ræða Brúðgumann í leikstjórn Baltasars Kormáks og Sveitabrúðkaup í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Með því að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar fór myndin sjálfkrafa í hóp þeirra sem valið er úr þegar kosnar eru þær fimm myndir sem fá tilnefningu. Fyrsta stuttmynd Rúnars, Síðasti bærinn, hlaut tilnefningu til Óskarsins árið 2006 sem besta stuttmyndin. Smáfuglar, eða 2 Birds, hefur fengið mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum erlendis. Um síðustu helgi var hún sýnd við góðan orðstír á hinni virtu kvikmyndahátíð í Telluride í Colorado auk þess sem hún hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Noci sem var haldin á Suður-Ítalíu á dögunum. Einnig má geta þess að tvær íslenskar kvikmyndir hafa verði valdar til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem verður haldin 4. til 13. september. Um er að ræða Brúðgumann í leikstjórn Baltasars Kormáks og Sveitabrúðkaup í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira