Formúla 1

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Ferrari hefur keppt í Formúlu 1 frá árinu 1950 og er eitt þekktasta vörumerki heims.
Ferrari hefur keppt í Formúlu 1 frá árinu 1950 og er eitt þekktasta vörumerki heims. mynd: kappakstur.is

Ferrari liðið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem segir að vegna yfirlýsingar FIA, alþjóðabílasambandsins í dag muni Ferrari endurskoða þátttöku sína í Formúlu 1.

FIA tilkynnti í dag að á næstu árum sé í burðarliðnum að öll keppnislið verði að nota sömu keppnisvélar í Formúlu 1. Þessu hafa fjölmörg keppnislið mótmælt síðustu vikur, en flest eru í eigu bílaframleiðenda. Þeim finnst ótækt að öll liði eigi að nota vélar frá einum og sama framleiðenda. FIA vill draga verulega úr kostnaði í Formúlu 1 og telur þessa leið hagkvæma.

En Ferrari sendi frá sér tilkynningu um málið. Í henni segir stjórn Ferrari að verði framhaldi á hugmyndum FIA í vélamálum þá muni fyrirtækið endurskoða þátttöku sína í Formúlu 1.

Honda, BMW og Toyota hafa þegar mótmælt hugmyndum FIA, en bílaframleiðendur hafa smíðað vélar í eigin bíla og telja það hafa mikið auglýsingagildi. En að Ferrari þurfi t.d. að nota vélar frá BMW eða Mercedes eða öfugt þýkir forráðamönnum keppnislið ekki koma til greina.

Fundað verður um hugmyndir FIA á næstu vikum og munu samtök Formúlu 1 liða hafa forræði í málinu fyrir hönd keppnisliða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×