Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi 29. október 2008 10:38 David Coulthard dregur sig í hlé í Formúlu 1 sem ökumaður, en mun starfa sem ráðgjafi Red Bull og liðsinnis BBC í sjónvarpsútsendingum að hluta til. mynd: kappakstur.is Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa. Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa.
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira