Klúður Ferrari reyndist happ Hamiltons 29. september 2008 00:17 Lewis Hamilton jók forskot sitt í stigamótinu í Singapúr í gær úr einu stigi í sjö. mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira