Sjö áhorfendur slösuðust á kappakstri 27. apríl 2009 10:12 Carl Edwards kastaðist á varnargirðingu á Talladega brautinni í gær. Mynd: Getty Images Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira