Ilmandi smákökur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2009 06:00 Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Ég fagnaði líka þegar fór að snjóa um daginn. Þó að kuldinn bíti í kinnar þá finnst mér snjórinn alltaf lýsa upp skammdegið. Við áttum ekki langa ferð fyrir höndum mæðgurnar, bara rétt út götuna og fyrir hornið. En þótt leiðin sé stutt getur hún dregist á langinn á svona morgnum og við vorum heldur ekkert að flýta okkur. Þræddum okkur gegnum hvern skafl og skoðuðum spor í snjónum eftir jólaköttinn og aðrar kynjaverur. Ég var hálfpartinn annars hugar. Ég átti erfitt með að hrista úr höfði mér frásögn fólks sem ég sá í sjónvarpinu um daginn sem hafði misst allt á síðasta ári, þrátt fyrir að vera reglufólk sem stóð í skilum með sitt. Ég gæti trúað að þessi saga ætti við um marga aðra. Nú er það að gerast það sem ég vissi að meðaljóninn sem settur var til hliðar í „björgunaraðgerðunum" svokölluðu, er að sligast. Fólkið sem féll ekki í hóp þeirra „sem mest þurfa á aðstoð að halda" á síðasta ári er komið í þann flokk í dag eftir að hafa borgað og borgað linnulaust. Ég hristi þessar hugsanir af mér þegar litla skottan minnti mig á að við þyrftum að halda för okkar áfram. Í gluggum húsanna við götuna tindruðu jólaljósin sem hafa verið að tínast upp síðustu daga og þar fyrir innan mátti sjá fólk tygja sig til vinnu. Röndóttum flannelnáttfötum og rjúkandi kaffibollum brá fyrir milli gardína og einhver söng í sturtunni. Einhverjir höfðu líka tekið daginn snemma til annars en að drífa sig í vinnuna því smákökuilmur fyllti skyndilega vitin þar sem ég þrammaði áfram með sleðann. Ilminn lagði gegnum frostið og við fengum vatn í munninn. Vangavelturnar um bágt ástandið í þjóðfélaginu viku fyrir notalegri tilfinningu í maganum. Jólin eru að koma. Veturinn verður kannski ekki svo langur eftir allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Ég fagnaði líka þegar fór að snjóa um daginn. Þó að kuldinn bíti í kinnar þá finnst mér snjórinn alltaf lýsa upp skammdegið. Við áttum ekki langa ferð fyrir höndum mæðgurnar, bara rétt út götuna og fyrir hornið. En þótt leiðin sé stutt getur hún dregist á langinn á svona morgnum og við vorum heldur ekkert að flýta okkur. Þræddum okkur gegnum hvern skafl og skoðuðum spor í snjónum eftir jólaköttinn og aðrar kynjaverur. Ég var hálfpartinn annars hugar. Ég átti erfitt með að hrista úr höfði mér frásögn fólks sem ég sá í sjónvarpinu um daginn sem hafði misst allt á síðasta ári, þrátt fyrir að vera reglufólk sem stóð í skilum með sitt. Ég gæti trúað að þessi saga ætti við um marga aðra. Nú er það að gerast það sem ég vissi að meðaljóninn sem settur var til hliðar í „björgunaraðgerðunum" svokölluðu, er að sligast. Fólkið sem féll ekki í hóp þeirra „sem mest þurfa á aðstoð að halda" á síðasta ári er komið í þann flokk í dag eftir að hafa borgað og borgað linnulaust. Ég hristi þessar hugsanir af mér þegar litla skottan minnti mig á að við þyrftum að halda för okkar áfram. Í gluggum húsanna við götuna tindruðu jólaljósin sem hafa verið að tínast upp síðustu daga og þar fyrir innan mátti sjá fólk tygja sig til vinnu. Röndóttum flannelnáttfötum og rjúkandi kaffibollum brá fyrir milli gardína og einhver söng í sturtunni. Einhverjir höfðu líka tekið daginn snemma til annars en að drífa sig í vinnuna því smákökuilmur fyllti skyndilega vitin þar sem ég þrammaði áfram með sleðann. Ilminn lagði gegnum frostið og við fengum vatn í munninn. Vangavelturnar um bágt ástandið í þjóðfélaginu viku fyrir notalegri tilfinningu í maganum. Jólin eru að koma. Veturinn verður kannski ekki svo langur eftir allt saman.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun