Formúla 1

Meistarinn Rossi afskrifar Formúlu 1

Valentino Rossi prófaði Ferrari í fyrra og 2006, en hefur endanlega valið að keppa frekar á mótorhjólum.
Valentino Rossi prófaði Ferrari í fyrra og 2006, en hefur endanlega valið að keppa frekar á mótorhjólum. mynd: kappakstur.is

Mótorhjólameistarinn Valentino Rossi telur að hann hafi glatað tækifærinu á að komast í Formúlu 1, en Ferrari vildi fá hann til liðsins 2007 eftir prófanir.

Rossi kaus að halda áfram á mótorhjólum og þó Rossi hafi prófað Ferrari á ný í lok síðsta árs, þá telur hann sjálfur að möguleiki á að hann fari í Formúlu 1 séu úr sögunni.

"Ég átti tækifæri en valdi mótorhjólin og tel að ég fái ekki annan sjéns. Mér fannst frábært að keyra Ferrari bílinn og tel að ég hafi verið fljótur", sagði Rossi, en hann verður 30 ára á árinu. Hann var rúmlega sekúndu á eftir besta tíma Kimi Raikkönen á Firano brautinni á Ítalíu. Ferrari menn var mjög hrifnir af aksturstlækni Rossi sem er margfaldur mótorhjólameistari.

"Ég valdi mótorhjólin umfram Formúlu 1 árið 2006 og vissulega spái ég stundum í það hvort ég hafi valið rétt að halda áfram á mótorhjólum. En eftir stendur að ég hef áhuga á rallakstri. Hef haft það frá því ég var gutti. Trúega mun ég keppa í rallakstri þegar ég hætti að keppa á mótorhjólum. En ég keppi á þeim í nokkur ár í viðbót", sagði Rossi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×