Formúla 1

Jean Todt býður sig fram til forseta FIA

Jean Todt vann í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari og var framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðsins.
Jean Todt vann í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari og var framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðsins. mynd: AFP
Frakkinn knái Jean Todt hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIA í október, en þá verður kjörið milli hans og Ari Vatanen og fleiri ef einhverjir bjóða sig fram.

"Ég hef sótt um framboð til forsetakjörs hjá FIA í haust. Það er ætlun mín að halda áfram með vönduð störf Max Mosley síðustu sextán ár. Hann hefur unnið mikið verk fyrir allar akstursíþróttir, auk þess að auka öryggi í umferðinni. Ég myndi glaður veita FIA forystu, ef ég verð kjörinn", sagði Jean Todt í yfirlýsingu í dag.

Todt var framkvæmdarstjóri keppnisliðs Ferrari í mörg ár og var einnig yfir keppnisliði Peugoet í rallakstri í heimsmeistaramótinu til margra ára. Hann þekkir því vel til akstursíþrótt og Mosley styður framboð hans opinberlega. Vatanen hafði þegar tilkynnt um framtið til forseta FIA. Hann er reyndur rallökumaður og sat á Evrópuþinginu í mörg ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×