Formúla 1

Button: Mögnuð tilfinning að vera meistari

Jenson Button er stoltur af uppruna sína og er tíundi Bretinn sem verður meistari í Formúlu 1.
Jenson Button er stoltur af uppruna sína og er tíundi Bretinn sem verður meistari í Formúlu 1. mynd:Getty Images

Bretinn Jenson Button var kampakátur eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1 í dag. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að meistaratitilinum sem hann vann í dag.

"Það er mögnuð tilfinning að verða meistari. Það er 21 ár síðan ég byrjaði að keppa í kart kappakstri og ég elska að sigra. Ég átti ekki von á því að verða meistari í Formúlu 1, en lét mig dreyma um að þegar ég var yngri. Mér gekk frábærlega í mótinu í dag og innsiglaði titilinn. Ég er heimsmeistari!", sagði Button glaðreifur.

Hann er tíundi meistarinn í Formúlu 1 frá Bretlandi og 29 ára gamall. Ekki er ljóst hvort hann verður áfram hjá Brawn liðinu, en ljóst að markaðsvirði hans hefur snarhækkað með tilkomu titilsins. Þó er ólíklegt að Brawn liðið vilji missa nýkrýndan meistara frá sér, en samningur er ekki á borðinu.

Eitt mót er eftir í Formúlu 1 og verður það á nýrri braut í Abu Dhabi eftir tvær vikur.

Allt um feril Jenson Button










Fleiri fréttir

Sjá meira


×