Ofvöxtur og bruðl Margrét Kristmannsdóttir skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Komandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma 140 milljarða króna - 140 þúsund milljónir. Til að ná þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðugleikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu byrðar skyldi háttað - en til að ná niður hallanum eiga skattahækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60 milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði. Ljóst er að störf Alþingis verða undirlögð af þessu verkefni á komandi vikum enda munu þessar skattahækkanir og niðurskurðurinn láta fáa landsmenn ósnortna. Þótt fjárlögin séu enn ómótuð er þegar farið að bera á óánægjuröddum - hvort sem þær eru á skattahækkana- eða niðurskurðarhliðinni - og þeim mun bara fjölga og verða háværari á komandi vikum. Enda er það skoðun margra að erfitt sé að auka álögur á heimili og fyrirtæki landsins við núverandi aðstæður og þeir sem verða fyrir niðurskurðarhnífnum telja margir að þeir séu nú þegar við sársaukamörk. Hins vegar er það alveg ljóst að það næst aldrei sátt um skattahækkanir nema heimilin og fyrirtækin fái sönnun fyrir því að ríkisstjórnin ætli fyrst að taka til í rekstri hins opinbera. Frá hruninu síðastliðið haust hafa heimilin og fyrirtækin í landinu langflest staðið frammi fyrir minni tekjum og hærri útgjöldum og hafa fyrir löngu þurft að hagræða eins og kostur er til að koma sér í gegnum erfiða tíma. Það er því mat æði marga að niðurskurður hins opinbera þurfi að vera mun meiri en fyrirhugað er til að hægt verði að halda skattahækkunum í algjöru lágmarki, enda beri heimilin og fyrirtækin vart meiri álögur. Hafa heimilin og fyrirtækin enda horft upp á ríkisbáknið þenjast út á ótrúlegum hraða undanfarinn áratug. Óheilbrigður ofvöxtur og bruðl hefur herjað á ríkisbáknið - ofvöxtur og bruðl af mannavöldum. Það virðist hins vegar gæta mikils tregðulögmáls þegar kemur að því að snúa þróun ríkisútgjalda við - að skera niður það sem einu sinni hefur verið komið á. Margar ríkisstofnanir virðast komast upp með það árum saman að keyra fram úr fjárlögum - aga og eftirliti virðist áfátt og pólitískan vilja og þor til niðurskurðar virðist oft skorta. En heimilin og fyrirtækin í landinu munu hvorki sýna umburðarlyndi né sætta sig við slík vinnubrögð áfram - enda vita þessir aðilar að tregi í niðurskurði ríkisútgjalda mun einungis koma fram í hærri sköttum á þá sjálfa. Ríkisstjórnin, stjórnmálamenn, starfsmenn ráðuneyta, forstjórar ríkisstofnana og aðrir opinberir starfsmenn sem fara með opinbert fé verða að sýna fram á að þeir ráði við það verkefni sem felst í niðurskurði ríkisútgjalda. Niðurskurður á ríkisstjórnarheimilinu er ekkert merkilegri eða vandmeðfarnari en niðurskurður í rekstri heimila eða fyrirtækja. Það þarf að skoða hvern einasta útgjaldalið, henda út öllum óþarfa, leggja niður gæluverkefni og draga með öllum ráðum úr gjöldum sem ekki verður komist hjá. Þetta hafa heimilin og fyrirtækin þurft að gera - nú er komið að rekstri hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun
Komandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma 140 milljarða króna - 140 þúsund milljónir. Til að ná þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðugleikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu byrðar skyldi háttað - en til að ná niður hallanum eiga skattahækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60 milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði. Ljóst er að störf Alþingis verða undirlögð af þessu verkefni á komandi vikum enda munu þessar skattahækkanir og niðurskurðurinn láta fáa landsmenn ósnortna. Þótt fjárlögin séu enn ómótuð er þegar farið að bera á óánægjuröddum - hvort sem þær eru á skattahækkana- eða niðurskurðarhliðinni - og þeim mun bara fjölga og verða háværari á komandi vikum. Enda er það skoðun margra að erfitt sé að auka álögur á heimili og fyrirtæki landsins við núverandi aðstæður og þeir sem verða fyrir niðurskurðarhnífnum telja margir að þeir séu nú þegar við sársaukamörk. Hins vegar er það alveg ljóst að það næst aldrei sátt um skattahækkanir nema heimilin og fyrirtækin fái sönnun fyrir því að ríkisstjórnin ætli fyrst að taka til í rekstri hins opinbera. Frá hruninu síðastliðið haust hafa heimilin og fyrirtækin í landinu langflest staðið frammi fyrir minni tekjum og hærri útgjöldum og hafa fyrir löngu þurft að hagræða eins og kostur er til að koma sér í gegnum erfiða tíma. Það er því mat æði marga að niðurskurður hins opinbera þurfi að vera mun meiri en fyrirhugað er til að hægt verði að halda skattahækkunum í algjöru lágmarki, enda beri heimilin og fyrirtækin vart meiri álögur. Hafa heimilin og fyrirtækin enda horft upp á ríkisbáknið þenjast út á ótrúlegum hraða undanfarinn áratug. Óheilbrigður ofvöxtur og bruðl hefur herjað á ríkisbáknið - ofvöxtur og bruðl af mannavöldum. Það virðist hins vegar gæta mikils tregðulögmáls þegar kemur að því að snúa þróun ríkisútgjalda við - að skera niður það sem einu sinni hefur verið komið á. Margar ríkisstofnanir virðast komast upp með það árum saman að keyra fram úr fjárlögum - aga og eftirliti virðist áfátt og pólitískan vilja og þor til niðurskurðar virðist oft skorta. En heimilin og fyrirtækin í landinu munu hvorki sýna umburðarlyndi né sætta sig við slík vinnubrögð áfram - enda vita þessir aðilar að tregi í niðurskurði ríkisútgjalda mun einungis koma fram í hærri sköttum á þá sjálfa. Ríkisstjórnin, stjórnmálamenn, starfsmenn ráðuneyta, forstjórar ríkisstofnana og aðrir opinberir starfsmenn sem fara með opinbert fé verða að sýna fram á að þeir ráði við það verkefni sem felst í niðurskurði ríkisútgjalda. Niðurskurður á ríkisstjórnarheimilinu er ekkert merkilegri eða vandmeðfarnari en niðurskurður í rekstri heimila eða fyrirtækja. Það þarf að skoða hvern einasta útgjaldalið, henda út öllum óþarfa, leggja niður gæluverkefni og draga með öllum ráðum úr gjöldum sem ekki verður komist hjá. Þetta hafa heimilin og fyrirtækin þurft að gera - nú er komið að rekstri hins opinbera.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun