Sjá roðann í nefi 4. desember 2009 00:01 Rauður er litur jólanna. Rauð kerti, rauð epli og rauðir vasaklútar voru aðalmálið á jólunum í gamla daga, ef marka má langömmur og langafa. Rauðar skotthúfur skinu í skuggunum og rauðklæddir jólasveinar stukku milli útihúsa í leit að varnarlausum húsdýrum eða dýrmætum mat sem ekki var undir smásjá eigandans akkúrat það augnablikið. Rauð jól eiga samt ekki upp á pallborðið, að minnsta kosti ekki í jólalagatextum. Þar er alltaf beðið um meiri snjó á mjall- og fannhvíta jörð, jólasnjór sindrandi umlykur Snæfinn snjókall sem bíður með sitt steinvölubros eftir að komast í sleðaferð yfir hjarnið sem jólastjarnan okkar allra stafar geislum sínum á. Einhvern tíma hljóta rauð jól nú samt að hafa verið æskileg, á snjólausum miðvetri er ekki alveg jafn kalt og auðveldara að komast leiðar sinnar. Kannski er rómantíkin í kringum hvítu jólin fyrst tilkomin í einhvers konar sáttatilraun við umhverfið, jú víst er betra þegar er snjór á jólunum, þótt það sé bæði kaldara og erfiðara, jú víst! Alltaf allt best á jólunum. Rauða trýnið hans Rúdolfs hreindýrs reyndist honum mikið happanef. Af hverju Rúdolf var svona rauðnefjaður fylgdi ekki sögunni, kannski var hann með heymæði eða kannski var honum bara svona kalt á Norðurpólnum þar sem hann norpaði, aleinn og útundan sunnan við hjörðina. En rauða trýnið hans varð til þess að jólasveinninn rataði um heiminn eina þokukennda jólanótt. Upp frá því var Rúdolf aðalhreindýrið og allir vildu vera vinir hans. Rautt nef er merki trúðsins, sennilega upprunnið í rauðu og þrútnu nefi drykkjurútsins Pantalóns í ítalska gamanleikhúsinu Kómedía dell arte. Í dag getum við öll skartað rauðu nefi og sýnt þannig stuðning við gott málefni, börn sem er stundum kalt þó svo að yfirleitt búi þau í heitu löndunum og eru alltaf svöng þó að í kringum þau séu oftast kjöraðstæður til að rækta mat. Einu sinni var öllum börnum á Íslandi kalt um jólaleytið og mörg þeirra voru svöng. Við megum alveg við því að rifja það upp og gefa af okkur þótt við séum kannski aðeins síður aflögufær en oft áður. Höfum nef fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Rauður er litur jólanna. Rauð kerti, rauð epli og rauðir vasaklútar voru aðalmálið á jólunum í gamla daga, ef marka má langömmur og langafa. Rauðar skotthúfur skinu í skuggunum og rauðklæddir jólasveinar stukku milli útihúsa í leit að varnarlausum húsdýrum eða dýrmætum mat sem ekki var undir smásjá eigandans akkúrat það augnablikið. Rauð jól eiga samt ekki upp á pallborðið, að minnsta kosti ekki í jólalagatextum. Þar er alltaf beðið um meiri snjó á mjall- og fannhvíta jörð, jólasnjór sindrandi umlykur Snæfinn snjókall sem bíður með sitt steinvölubros eftir að komast í sleðaferð yfir hjarnið sem jólastjarnan okkar allra stafar geislum sínum á. Einhvern tíma hljóta rauð jól nú samt að hafa verið æskileg, á snjólausum miðvetri er ekki alveg jafn kalt og auðveldara að komast leiðar sinnar. Kannski er rómantíkin í kringum hvítu jólin fyrst tilkomin í einhvers konar sáttatilraun við umhverfið, jú víst er betra þegar er snjór á jólunum, þótt það sé bæði kaldara og erfiðara, jú víst! Alltaf allt best á jólunum. Rauða trýnið hans Rúdolfs hreindýrs reyndist honum mikið happanef. Af hverju Rúdolf var svona rauðnefjaður fylgdi ekki sögunni, kannski var hann með heymæði eða kannski var honum bara svona kalt á Norðurpólnum þar sem hann norpaði, aleinn og útundan sunnan við hjörðina. En rauða trýnið hans varð til þess að jólasveinninn rataði um heiminn eina þokukennda jólanótt. Upp frá því var Rúdolf aðalhreindýrið og allir vildu vera vinir hans. Rautt nef er merki trúðsins, sennilega upprunnið í rauðu og þrútnu nefi drykkjurútsins Pantalóns í ítalska gamanleikhúsinu Kómedía dell arte. Í dag getum við öll skartað rauðu nefi og sýnt þannig stuðning við gott málefni, börn sem er stundum kalt þó svo að yfirleitt búi þau í heitu löndunum og eru alltaf svöng þó að í kringum þau séu oftast kjöraðstæður til að rækta mat. Einu sinni var öllum börnum á Íslandi kalt um jólaleytið og mörg þeirra voru svöng. Við megum alveg við því að rifja það upp og gefa af okkur þótt við séum kannski aðeins síður aflögufær en oft áður. Höfum nef fyrir því.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun