Loeb fær ekki keppa í Abu Dhabi 22. október 2009 09:28 Michael Schumacher og Sebastian Loeb ræða málin. Loeb hefur prófað Formúlu 1 bíl og sýndi góða takta í prófunum í Barcelona. Mynd: Getty Images FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira