Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull 7. júlí 2009 10:50 Mark Webber hyggst sækja að titlinum af kappi í næstu mótum. mynd: kappakstur.is Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira