Barrichello sár að tapa fyrir Button 10. maí 2009 20:50 Fögnuður á verðlaunapallinum í Barcelona í dag Mynd: Getty Images Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira