Formúla 1

Webber vonast eftir fyrsta sigrinum

Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í gær.
Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í gær. mynd: kappakstur.is

Fjórir fremstu ökumenn í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa af stað í þýska

kappaksturinn í hádeginu í dag og eru fremstu menn á ráslínu. Mark Webberer fremstur og Rubens Barrichello við hliði hans. Fyrir aftan eru Jenson Button og Sebastian Vettel, en þessir kappar berjast um titilinn og fyrir verður Lewis Hamilton, núverandi meistari. Spáð er regnskúum á meðan keppni stendur, en svipað veður hristi upp í tímatökunni í gær.



"Við höfðum trú á því sem við vorum að gera og það hjálpaði. Við tókum

ákvörðun um gang mála og stóðum við hana. Dæmiði gegkk upp í ruglingslegritímatöku og ég vonast eftir mínum fyrsta sigri í kappakstrinum og er íbestu stöðunni til að láta það rætast. Ég er samt viss um Brawn menn verða harðskeyttir", sagði Mark Webber um stöðu sína á ráslínunni í dag.

Webber nýtur þess að vera á tiltöluega bensínþungum bíl, en sú staðreyndað hann er 14 kg þyngri gæti þó valið honum vanda í ræsingunni. Brawn bílarnir eru léttari og gæti verið snarpari af stað. Þá er Hamilton með KERS kerfið í sínum bíl sem gefur honum 80 auka hestöfl í rásmarkinu, rétt eins og Felipe Massa og Kimi Raikkönen sem eru í áttunda og níunda sæti.



Spurning hvað aukaaflið hjálpar mikið í vandasamri ræsingu.

Bein útsending er frá kappakstrinum á Nurburgring kl. 11:30 á Stöð 2 Sport

og þátturinn Enarmarkið með öllu því besta er strax að loknu mótinu.

Þátturinn er síðan endursýndur kl. 21:45 i kvöld.

Sjá brautarlýsingu og nýja tölfræði












Fleiri fréttir

Sjá meira


×