Formúla 1

Vatanen ósáttur við forseta FIA

Ari Vatnen býður sig fram til forseta FIA og finnst Mosley hafa stigið út fyrir sitt verksvið með því að lýsa yfir stuðning við annan frambjóðandann.
Ari Vatnen býður sig fram til forseta FIA og finnst Mosley hafa stigið út fyrir sitt verksvið með því að lýsa yfir stuðning við annan frambjóðandann.
Finninn Ari Vatnane sem býður sig fram til forseta FIA í október er ósáttur við framgöngu Max Mosley forseta FIA í síðustu viku. Þá sendi Mosley bréf frá sér til aðildarfélaga FIA og lýsti yfir stuðningi við Jean Todt, sem einnig ætlar að bjóða sig fram til forseta.

"Ég hef oft oft gagnrýnt FIA, en aldrei Max Mosley. En það er ekki gott að hann sendi út bréf til þeirra sem eiga kjósa eiga forseta í október og lýsi yfir stuðningi við annan frambjóðandann. FIA er ekki konungsríki og menn á að kjósa á lýðræðislegan hátt", sagði Vatanen um málið.

"Todt er einmitt fulltrúi gamla tímans sem að fylgir 16 ára veru Mosley sem forseta og hann er að nota sér vald sitt, til að hafa áhrif á hver tekur við. Það er ekki lýðræði", sagði Vatnanen.

Kosning til forseta FIA verður í október og situr kjörinn forseti í fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×