Eyðslan þín er vinnan mín 10. desember 2009 06:30 Á undanförnum mánuðum hefur kaupmáttur launafólks dregist saman og fyrirséð er að þessi kaupmáttarskerðing mun halda áfram og ekki skal gert lítið úr því að mörg heimili eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hins vegar er það jafnframt staðreynd að mörg heimili lentu ekkert illa í hruninu og samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum er greitt eðlilega og með óbreyttum hætti af um 80 prósent allra íbúðarlána. Mörg þessara heimila finna örugglega fyrir kaupmáttarskerðingunni en eru samt enn með sín fjármál í góðum málum og síðan er enn fullt af fólki sem skuldaði ekkert fyrir hrun, tapaði engu í hruninu og er því enn fjárhagslega mjög vel sett. Það er nefnilega sem betur fer enn til fullt af fólki sem er vel aflögufært um hver mánaðamót og enn til fullt af fólki sem á nóg af peningum hér landi. Það sama má segja um fyrirtæki. Enn eru mörg fyrirtæki sem geta fjárfest og eru fjárhagslega vel stæð. Rúmu ári eftir hrun er andrúmsloftið í þjóðfélaginu hins vegar enn með þeim hætti að þeir sem eru aflögufærir skammast sín hálfpartinn fyrir að vera með fjármálin sín í góðum málum enda eru allir aðrir í miklum fjárhagslegum kröggum - ef taka á mark á fréttaflutningi fjölmiðla. Þeir sem eiga peninga líður því eins og þeir séu undantekning á reglunni og ákveða að halda sig til hlés eða afsaka sig í hvert skipti sem veskið er tekið upp. Fátt er brýnna en að breyta þessu hugarfari enda þarf atvinnulífið á venjulegri eyðslu almennings og fyrirtækja að halda sem aldrei fyrr. Og þessi eyðsla á ekki að vera fólgin í því að heimili séu gerð fokheld að allt nýtt sé keypt inn - þvert á móti telja allir litlu hlutirnir sem aldrei fyrr! Mórallinn má ekki vera að það sé ekki í takt við tíðarandann að kaupa nýtt parket, nýjar gardínur, nýjan sófa, nýjan bíl, mála húsið eða fara út að borða. Eins og staðan er í dag er það nefnilega lífsnauðsynlegt fyrir mörg fyrirtæki að þeir sem hafa efni á því að kaupa geri akkúrat það. Það vinnur fólk í fyrirtækjum sem selja parket, gardínur, húsgögn, bifreiðar, málningu og veitingar og ef velta í þessum fyrirtækjum fer ekki að glæðast þýðir það einfaldlega að færri fyrirtæki geta haldið öllu starfsfólki sínu í vinnu - kreppan dýpkar og dregst á langinn. Fólk sem er aflögufært gerir lítið gagn með því að geyma peninga sína undir kodda eða inni á bankabók því við þurfum á fá þetta fjármagn til að vinna fyrir okkur öll - halda uppi veltu í hagkerfinu. Við eigum að fagna allri eyðslu og þegar við verslum eigum við að bera höfuðið hátt enda erum við að tryggja að hjól atvinnulífsins snúist. Við eigum að vera stolt af því að „eyðslan mín er vinna einhvers annars". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun
Á undanförnum mánuðum hefur kaupmáttur launafólks dregist saman og fyrirséð er að þessi kaupmáttarskerðing mun halda áfram og ekki skal gert lítið úr því að mörg heimili eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hins vegar er það jafnframt staðreynd að mörg heimili lentu ekkert illa í hruninu og samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum er greitt eðlilega og með óbreyttum hætti af um 80 prósent allra íbúðarlána. Mörg þessara heimila finna örugglega fyrir kaupmáttarskerðingunni en eru samt enn með sín fjármál í góðum málum og síðan er enn fullt af fólki sem skuldaði ekkert fyrir hrun, tapaði engu í hruninu og er því enn fjárhagslega mjög vel sett. Það er nefnilega sem betur fer enn til fullt af fólki sem er vel aflögufært um hver mánaðamót og enn til fullt af fólki sem á nóg af peningum hér landi. Það sama má segja um fyrirtæki. Enn eru mörg fyrirtæki sem geta fjárfest og eru fjárhagslega vel stæð. Rúmu ári eftir hrun er andrúmsloftið í þjóðfélaginu hins vegar enn með þeim hætti að þeir sem eru aflögufærir skammast sín hálfpartinn fyrir að vera með fjármálin sín í góðum málum enda eru allir aðrir í miklum fjárhagslegum kröggum - ef taka á mark á fréttaflutningi fjölmiðla. Þeir sem eiga peninga líður því eins og þeir séu undantekning á reglunni og ákveða að halda sig til hlés eða afsaka sig í hvert skipti sem veskið er tekið upp. Fátt er brýnna en að breyta þessu hugarfari enda þarf atvinnulífið á venjulegri eyðslu almennings og fyrirtækja að halda sem aldrei fyrr. Og þessi eyðsla á ekki að vera fólgin í því að heimili séu gerð fokheld að allt nýtt sé keypt inn - þvert á móti telja allir litlu hlutirnir sem aldrei fyrr! Mórallinn má ekki vera að það sé ekki í takt við tíðarandann að kaupa nýtt parket, nýjar gardínur, nýjan sófa, nýjan bíl, mála húsið eða fara út að borða. Eins og staðan er í dag er það nefnilega lífsnauðsynlegt fyrir mörg fyrirtæki að þeir sem hafa efni á því að kaupa geri akkúrat það. Það vinnur fólk í fyrirtækjum sem selja parket, gardínur, húsgögn, bifreiðar, málningu og veitingar og ef velta í þessum fyrirtækjum fer ekki að glæðast þýðir það einfaldlega að færri fyrirtæki geta haldið öllu starfsfólki sínu í vinnu - kreppan dýpkar og dregst á langinn. Fólk sem er aflögufært gerir lítið gagn með því að geyma peninga sína undir kodda eða inni á bankabók því við þurfum á fá þetta fjármagn til að vinna fyrir okkur öll - halda uppi veltu í hagkerfinu. Við eigum að fagna allri eyðslu og þegar við verslum eigum við að bera höfuðið hátt enda erum við að tryggja að hjól atvinnulífsins snúist. Við eigum að vera stolt af því að „eyðslan mín er vinna einhvers annars".
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun