Formúla 1

Dýrasta kappakstursbraut heims nærri fullkláruð

Risavaxnar byggingar eru inn á mótsvæðinu í Abu Dhabi.
Risavaxnar byggingar eru inn á mótsvæðinu í Abu Dhabi.

Dýrasta Formúlu 1 braut heims er í smíðum í Abu Dhabi og verður notuð til kappaksturs þann 1. nóvember. Nokkrir ökumenn hafa litið á mannvirkin sem þykja stórfengleg.

Mikið er í brautarstæðið lagt og markmið mósthaldara er að halda kappakstursmót að degi til eða næturlagi þegar þurfa þykir, en brautin liggur á hafnarsvæði rétt utan borgarinnar. Í raun hefur verið búin til ný höfn í kringum brautarstæðið svo listisnekkjur geti prýtt mótsstaðínn eins og í Mónakó og Valencia.

Tvö risavaxinn glerhýsi með fullbúnu hóteli eru inn á miðju mótssvæðinu og keppendur þurfa m.a. að aka undirgöng, sem liggja undir eina áhorfendastúluna.

Svæðinu er ætlað að stelja senunni af Dubai. sem hefur farið mikinn í kynningarstarfi síðustu ár með aðstoð Ferrari sem er að byggja þar skemmtigarð. En samskonar skemmtigarður verður í Abu Dhabi, og sýnishorn frá safni Guggenheim og Louvre til að laða að ferðamenn.

Fjallað verður um brautarsmíðina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.

Sjá nánar um mótssvæðið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×