Þjóðin getur, vill og mun Halla Tómasdóttir skrifar 16. nóvember 2009 06:00 Á Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur, vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi að leiðarljósi. Aldrei fyrr hefur fulltrúum heillar þjóðar verið safnað saman á svipaðan hátt og á Þjóðfundi þar sem saman komu á jafnræðisgrundvelli 1.500 Íslendingar á 162 níu manna borðum til að skilgreina gildi þjóðarinnar og framtíðarsýn og fanga sameiginlega visku þjóðarinnar. Auk þátttakenda gáfu hátt í 400 sjálfboðaliðar tíma sinn og krafta til þess að gera þennan viðburð mögulegan. Á annað hundrað fyrirtæki og félagasamtök auk Reykjavíkurborgar og stjórnvalda lögðu einnig til fé, húsnæði, búnað, vörur og þjónustu. Kraftur og gleði einkenndi framkvæmd Þjóðfundar frá upphafi til enda. Athyglisvert var að sjá hversu mikil gagnkvæm virðing einkenndi skoðanaskipti ólíks fólks með ólíkar skoðanir. Fólk bar virðingu hvert fyrir öðru og hefðbundinn skotgrafarhernaður var víðs fjarri. Líklega fór enginn ósnortinn heim enda samhljómurinn og samkenndin mikil. Kaflaskil, bjartsýni og von voru orð sem heyrðust á hverju borði og viljinn til að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð á betri framtíð var áþreifanlegur. Vilji þjóðarinnar virðist skýr. Heiðarleiki er gildið sem þjóðin setur í öndvegi og skammt undan eru virðing, réttlæti og jafnrétti. Fundurinn komst einnig að niðurstöðu um helstu stoðir samfélagsins og setti þar menntun á oddinn, og á eftir komu fjölskyldan, velferð og heilbrigðismál, atvinnulíf, umhverfismál, sjálfbærni, jafnrétti, stjórnsýsla og tækifæri. Unnið var að framtíðarsýn fyrir hverja stoð og þátttakendur fengu einnig tækifæri til að leggja til hugmyndir að verkefnum og aðgerðum. Enn er verið að skrá gögn þátttakenda í upplýsingakerfi sem unnið hefur verið í sjálfboðavinnu og verða gögnin öllum aðgengileg á vef Þjóðfundar, www.thjodfundur2009.is. En hvernig tryggjum við að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í okkar samfélagi? Ef við viljum heiðarleika, þá verðum við að huga að því frá leikskólum til háskóla, frá stjórnmálum til dómstóla og eftirlitsaðila og skilaboðin verða að vera skýr, við getum ekki bara talað um að lifa í sátt við lög og reglur, við verðum líka að lifa í sátt við grunngildin. Niðurstöðurnar voru afar skýrar um grunngildin, meginstoðir í framtíðarsýninni og áhersluþætti innan hverrar stoðar. Vonast er til að fjölmiðlar, stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, viðskiptalífið og allir þeir sem láta sig vilja þjóðarinnar varða nýti niðurstöður fundarins á komandi ári. Fram undan er mikil stefnumótun á flestum sviðum samfélagsins, gagnagrunnur Þjóðfundar og sameiginleg gildi þjóðarinnar nýtast við þá vinnu. Boltinn er nú hjá okkur öllum og þar með hjá þeim sem nú gegna forystuhlutverkum í samfélaginu. Íslenska þjóðin sýndi á Þjóðfundi 2009 að hún er sterk, jákvæð, samheldin og umfram allt tilbúin í jákvæða uppbyggingu samfélagsins, uppbyggingu sem mun grundvallast á sterkum gildum og sameiginlegri framtíðarsýn - því íslenska þjóðin, getur, vill og mun komast sterk úr þeim stórsjó sem nú dynur á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Á Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur, vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi að leiðarljósi. Aldrei fyrr hefur fulltrúum heillar þjóðar verið safnað saman á svipaðan hátt og á Þjóðfundi þar sem saman komu á jafnræðisgrundvelli 1.500 Íslendingar á 162 níu manna borðum til að skilgreina gildi þjóðarinnar og framtíðarsýn og fanga sameiginlega visku þjóðarinnar. Auk þátttakenda gáfu hátt í 400 sjálfboðaliðar tíma sinn og krafta til þess að gera þennan viðburð mögulegan. Á annað hundrað fyrirtæki og félagasamtök auk Reykjavíkurborgar og stjórnvalda lögðu einnig til fé, húsnæði, búnað, vörur og þjónustu. Kraftur og gleði einkenndi framkvæmd Þjóðfundar frá upphafi til enda. Athyglisvert var að sjá hversu mikil gagnkvæm virðing einkenndi skoðanaskipti ólíks fólks með ólíkar skoðanir. Fólk bar virðingu hvert fyrir öðru og hefðbundinn skotgrafarhernaður var víðs fjarri. Líklega fór enginn ósnortinn heim enda samhljómurinn og samkenndin mikil. Kaflaskil, bjartsýni og von voru orð sem heyrðust á hverju borði og viljinn til að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð á betri framtíð var áþreifanlegur. Vilji þjóðarinnar virðist skýr. Heiðarleiki er gildið sem þjóðin setur í öndvegi og skammt undan eru virðing, réttlæti og jafnrétti. Fundurinn komst einnig að niðurstöðu um helstu stoðir samfélagsins og setti þar menntun á oddinn, og á eftir komu fjölskyldan, velferð og heilbrigðismál, atvinnulíf, umhverfismál, sjálfbærni, jafnrétti, stjórnsýsla og tækifæri. Unnið var að framtíðarsýn fyrir hverja stoð og þátttakendur fengu einnig tækifæri til að leggja til hugmyndir að verkefnum og aðgerðum. Enn er verið að skrá gögn þátttakenda í upplýsingakerfi sem unnið hefur verið í sjálfboðavinnu og verða gögnin öllum aðgengileg á vef Þjóðfundar, www.thjodfundur2009.is. En hvernig tryggjum við að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í okkar samfélagi? Ef við viljum heiðarleika, þá verðum við að huga að því frá leikskólum til háskóla, frá stjórnmálum til dómstóla og eftirlitsaðila og skilaboðin verða að vera skýr, við getum ekki bara talað um að lifa í sátt við lög og reglur, við verðum líka að lifa í sátt við grunngildin. Niðurstöðurnar voru afar skýrar um grunngildin, meginstoðir í framtíðarsýninni og áhersluþætti innan hverrar stoðar. Vonast er til að fjölmiðlar, stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, viðskiptalífið og allir þeir sem láta sig vilja þjóðarinnar varða nýti niðurstöður fundarins á komandi ári. Fram undan er mikil stefnumótun á flestum sviðum samfélagsins, gagnagrunnur Þjóðfundar og sameiginleg gildi þjóðarinnar nýtast við þá vinnu. Boltinn er nú hjá okkur öllum og þar með hjá þeim sem nú gegna forystuhlutverkum í samfélaginu. Íslenska þjóðin sýndi á Þjóðfundi 2009 að hún er sterk, jákvæð, samheldin og umfram allt tilbúin í jákvæða uppbyggingu samfélagsins, uppbyggingu sem mun grundvallast á sterkum gildum og sameiginlegri framtíðarsýn - því íslenska þjóðin, getur, vill og mun komast sterk úr þeim stórsjó sem nú dynur á.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun