Formúla 1

Óljóst með framtíð Renault í Formúlu 1

Carlos Goshn forstjóri Renault sagði í dag að ákvörðun um framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1 yrði tekin í lok ársins. Renault hélt fund í gær um málið, en ákvörðun var frestað.

"Fjölmiðlamenn verða að vera þolinmóðir. Við munum kynna í lok ársins hvað við gerum varðandi Formúlu 1", sagði Goshn í samtali við blaðamenn í dag.

Í vikunni dró Toyota sig út úr Formúlu 1, en BMW og Honda hafa þegar hætt. Engu að síður eru líkur á því að 13 lið verði á ráslínunni á næsta ári, en fjögur ný lið eru tibúinn í slaginn. Flest nota þau Cosworth vélar, en það fyrirtækið er sögufrægt úr heimi Formúlu 1. Renault hefur séð Red Bull fyrir vélum í Formúlu 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×