Formúla 1

Hamilton fremstur í flokki á Spáni

Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag.
Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag.

Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl.

Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault.

Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar.

Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður.

Sjá tímanna og brautarlýsingu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×