Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi 4. júní 2009 07:19 Ólafur Guðmundsson er í sólinni í Istanbúl og dæmir Formúlu 1 mótið um helgina. Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna.
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira