Formúla 1

Kærumál í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport

Ólafur Guðmundsson ræðir við Jenson Button og félaga, en Button leiðir meistaramótið í Formúlu 1.
Ólafur Guðmundsson ræðir við Jenson Button og félaga, en Button leiðir meistaramótið í Formúlu 1. mynd: kappakstur.is

Ítarlega verður fjallað um störf Ólafs Guðmundssonar í fyrstu tveimur Formúlu 1 mótum ársins í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn er upphitun fyrir kappaksturinn í Kína um helgina.

Ólafur var starfandi dómari í Ástralíu og dæmi m.a. Lewis Hanilton og McLaren til þungrar refsingar í samstarfi við FIA, en Hamilton varð uppvís að því að segja dómurum mótsins ósatt.

Fjallað er um fyrstu mótin frá hlið dómaranna og afhverju kærur á búnað keppnisbíla Brawn, Williams og Toyota var ekki tekinn til greina af FIA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×