Formúla 1

Toyota vill Raikkönen árið 2010

Kimi Raikkönen hlustar lítið á orðróm og bíður þess að svara hvaða liði hann ekur með á næsta ári.
Kimi Raikkönen hlustar lítið á orðróm og bíður þess að svara hvaða liði hann ekur með á næsta ári.

Toyota liðið hefur mikinn áhuga á að fá Finnann Kimi Raikkönen til liðsins á næsta ári og hefur gert honum tilboð. Raikkönen hefur verið hjá Ferrari, en losnar ári fyrr undan samningi þar sem Ferrari vildi Fernando Alonso til sín í hans stað.

Ákvörðun Ferrari er vissulega áfall fyrir Raikkönen, en hann vann tiitil með liðinu árið 2007, en hefur ekki fallið vel inn í liðsanda Ítalanna. Alonso er blóðheitari og mun vinnusamari en Raikkönen.

John Howett, yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota segir að karakter Raikkönen muni falla vel inn í Toyota liðið, sem hafi oft verið með skandínavíska ökumenn á sínum snærum í rallakstri. Toyota var stórlið í rallakstri á árum áður.

Ferrari mun greiða Raikkönen laun á næsta ári og því þarf hann ekki stóra summu frá Toyota sem hvatningu, en hann er með formlegt tilboð upp á vasann.

Sjá ferill Raikkönen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×