Röng ákvörðun klúðraði Toyota sigri 28. apríl 2009 07:34 Jarno Trulli varð þriðji í Bahrein á Toyota eftir að hafa verið fyrstur á ráslínu. John Howett forseti Formúlu 1 liðs Toyota segir að röng ákvörðun varðandi keppnisáæltun hafi klúðrað fyrsta sigri Toyota um síðustu helgi. Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir á ráslínu í mótinu í Bahrein, en Trulli endaði í þriðja sæti og Glock í því sjötta. "Ég tel að það sé í raun jákvætt að við erum svekktir. Fyrir nokkrum árum hefðum við verið himinlifandi með þriðja sæti, en núna eru við svekktir af því við eygðum sigur", sagði Howett. "Það er jákvætt merki hvað framhaldið varðar. Trulli var í skottinu á Sebastian Vettel í baráttunni um annað sætið í lokin sem sýnir styrk bílsins. Brawn menn eru enn örlítið fljótari, en við erum nærri toppnum. Okkur hungrar í sigur, en við gerðum mistök varðandi keppnisáætlun okkar. Við vorum of íhaldsamir varðandi keppnisáætlun okkar, fórum aðra leið en keppinautarnir til að vera öruggir. Það gekk ekk upp. Menn verða að taka áhættu til að vinna, en við erum samt stoltir af árangri okkar og bíllinn er góður", sagði Howett. Trulli og Glock eru í fjórða og fimmta sæti í stigakeppni ökumanna og Toyota er í þriðja sæti í stgakeppni bílsmiða. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
John Howett forseti Formúlu 1 liðs Toyota segir að röng ákvörðun varðandi keppnisáæltun hafi klúðrað fyrsta sigri Toyota um síðustu helgi. Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir á ráslínu í mótinu í Bahrein, en Trulli endaði í þriðja sæti og Glock í því sjötta. "Ég tel að það sé í raun jákvætt að við erum svekktir. Fyrir nokkrum árum hefðum við verið himinlifandi með þriðja sæti, en núna eru við svekktir af því við eygðum sigur", sagði Howett. "Það er jákvætt merki hvað framhaldið varðar. Trulli var í skottinu á Sebastian Vettel í baráttunni um annað sætið í lokin sem sýnir styrk bílsins. Brawn menn eru enn örlítið fljótari, en við erum nærri toppnum. Okkur hungrar í sigur, en við gerðum mistök varðandi keppnisáætlun okkar. Við vorum of íhaldsamir varðandi keppnisáætlun okkar, fórum aðra leið en keppinautarnir til að vera öruggir. Það gekk ekk upp. Menn verða að taka áhættu til að vinna, en við erum samt stoltir af árangri okkar og bíllinn er góður", sagði Howett. Trulli og Glock eru í fjórða og fimmta sæti í stigakeppni ökumanna og Toyota er í þriðja sæti í stgakeppni bílsmiða.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira