Alonso vill enda ferilinn með Ferrari 1. október 2009 09:11 Fernando Alonso var umvafinn fjölmiðlamönnum útaf samningnum við Ferrari i dag. mynd: Getty Images Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira