Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 22. september 2009 08:36 Mótsvæðið í Kóreu er við sjóinn, sviapð og í Mónakó. mynd: kappakstur.is FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira