Gömul myrkraverk Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 14. júlí 2009 00:01 Á leið minni til Austfjarða þótti mér við hæfi að taka með mér fróðleg rit um héraðið á borð við Austfirðingaþætti og byggðarsögur kaupstaðanna þar í kring. Ekki kann ég að rekja ættir mínar austur á firði og áttu því hvorki ég né aðrir fjölskyldumeðlimir fróðleiksrit um svæðið. Ég gerði mér því ferð á bókasafn svo að ekki myndi ég ferðast um svæðið án þess að geta flett upp hluta af þeim sögum sem kynnu að búa í landslaginu. Með í fræðiritunum slæddust svo fróðleiksrit á borð við Íslenskt vættatal, Íslenskar kynjaskepnur og Syndir feðranna - Sagnir af gömlum myrkraverkum en síðarnefndu ritin tengjast þó Austfirðingum ekkert sérstaklega. Satt best að segja þá fór það svo að kynjaskepnur, drepsóttir og morðingjar fortíðarinnar toguðu meira í mig en austfirskar kempur, að minnsta kosti fyrri part ferðar (ég er enn á flækingi þar eystra). Meðal myrkraverkanna sem ég las um voru þættir um svívirðilega ósanngirni sem viðgekkst á tímum alræmds skeiðs sem nefnt hefur verið einokunarsagan (Sverrir Hermannsson segir reyndar að sagnir af stjórnartíð Davíðs og Halldórs muni slá hryllingssögum af einokuninni við). Auk frásagna af myrkraverkum var einnig að finna lýsingar á ýmsum dreppestum og plágum sem í eina tíð ollu mannfækkun, ótta og vonleysi meðal Íslendinga. Ég saknaði umfjöllunar um spænsku veikina í bókinni en gat bætt úr því þar sem nokkur hefti af Læknablaði var að finna í bústaðnum þar sem ég dvaldi og eitt þeirra geymdi úttekt um þá skæðu sótt. Þar var einnig að finna áhugaverða frásögn af framlagi Thors Jensen og konu hans, en þau vildu milda þjáningar fólks í tíð farsóttarinnar. Þar stóð einnig að þau hefðu verið ófáanleg með öllu til að ræða framlag sitt, höfðu sem sé engan áhuga á að láta ímyndarsérfræðinga og fjölmiðlafulltrúa skapa þeim ímynd ríkra góðmenna og dugnaðarforka. Heldur kusu þau að vera slíkir í raun og sann. Góður orðstír deyr þó seint. Þótti mér hegðun þeirra afar ólík þeirri sem sumir afkomendur þeirra hafa sýnt af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun
Á leið minni til Austfjarða þótti mér við hæfi að taka með mér fróðleg rit um héraðið á borð við Austfirðingaþætti og byggðarsögur kaupstaðanna þar í kring. Ekki kann ég að rekja ættir mínar austur á firði og áttu því hvorki ég né aðrir fjölskyldumeðlimir fróðleiksrit um svæðið. Ég gerði mér því ferð á bókasafn svo að ekki myndi ég ferðast um svæðið án þess að geta flett upp hluta af þeim sögum sem kynnu að búa í landslaginu. Með í fræðiritunum slæddust svo fróðleiksrit á borð við Íslenskt vættatal, Íslenskar kynjaskepnur og Syndir feðranna - Sagnir af gömlum myrkraverkum en síðarnefndu ritin tengjast þó Austfirðingum ekkert sérstaklega. Satt best að segja þá fór það svo að kynjaskepnur, drepsóttir og morðingjar fortíðarinnar toguðu meira í mig en austfirskar kempur, að minnsta kosti fyrri part ferðar (ég er enn á flækingi þar eystra). Meðal myrkraverkanna sem ég las um voru þættir um svívirðilega ósanngirni sem viðgekkst á tímum alræmds skeiðs sem nefnt hefur verið einokunarsagan (Sverrir Hermannsson segir reyndar að sagnir af stjórnartíð Davíðs og Halldórs muni slá hryllingssögum af einokuninni við). Auk frásagna af myrkraverkum var einnig að finna lýsingar á ýmsum dreppestum og plágum sem í eina tíð ollu mannfækkun, ótta og vonleysi meðal Íslendinga. Ég saknaði umfjöllunar um spænsku veikina í bókinni en gat bætt úr því þar sem nokkur hefti af Læknablaði var að finna í bústaðnum þar sem ég dvaldi og eitt þeirra geymdi úttekt um þá skæðu sótt. Þar var einnig að finna áhugaverða frásögn af framlagi Thors Jensen og konu hans, en þau vildu milda þjáningar fólks í tíð farsóttarinnar. Þar stóð einnig að þau hefðu verið ófáanleg með öllu til að ræða framlag sitt, höfðu sem sé engan áhuga á að láta ímyndarsérfræðinga og fjölmiðlafulltrúa skapa þeim ímynd ríkra góðmenna og dugnaðarforka. Heldur kusu þau að vera slíkir í raun og sann. Góður orðstír deyr þó seint. Þótti mér hegðun þeirra afar ólík þeirri sem sumir afkomendur þeirra hafa sýnt af sér.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun