Button og Barrichello dæmdir brotlegir 3. október 2009 11:22 Jenson Button ók of geyst í tímatökum þegar viðvörunarflöggum var veifað og var refsað fyrir. mynd: kappakstur.is Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu - Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu -
Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira