Frábær byrjun Formúlu 1 nýliðans 17. október 2009 10:47 Kamui Kobayashi umvafinn japönskum fréttamönnum í Brasilíu. mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira