Formúla 1

Sögufrægt lið aftur í Formúlu 1

Nigel Mansell sprettir úr spori á Lotus á síðustu öld.
Nigel Mansell sprettir úr spori á Lotus á síðustu öld.

FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld.

Liðið er að hluta í eigu fyrirtækja í Malasíu og ríkisstjórnar landsins, en verður samt að stærstum hluta staðsett í Norfolk í Bretlandi. Bretinn Mike Gascoyne verður tæknistjóri liðsins, en hann var áður hjá Renault og Toyota.

Í ljósi þessarar tilkynningar þá er ekki pláss fyrir BMW liðið eða búnað þess sem er til sölu, en FIA er að skoða hvort fjölda skuli liðum úr 13 í 14, en fjögur ný lið keppa á næsta ári. Auk Lotus eru það Campos frá Spáni, USF1 frá Bandaríkjunum og Manor Motorsport frá Bretlandi.

Verði 14 lið leyft árið 2010, þá munu 28 ökumenn verða á kappakstursbrautum í Formúlu 1 á næsta ári.

Sjá meira um Lotus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×