Formúla 1

Arabísk fjölskylda kaupir BMW F1

Vaxandi áhugi er á Formúlu 1 í Mið Austurlöndum og arabískir fjárfestar keppast við að komst í íþróttina á einn eða annan hátt.
Vaxandi áhugi er á Formúlu 1 í Mið Austurlöndum og arabískir fjárfestar keppast við að komst í íþróttina á einn eða annan hátt. mynd: kappakstur.is

Fyrirtæki sem spáði lengi í að kaupa Notts County knattspyrnufélagið hefur söðlað um og keypti í dag búnað Formúlu 1 liðs BMW, sem hefur verið til sölu síðustu vikurnar.

Svissneskt fjárfestingafyrirtæki hefur milligöngu um kaupin, en Formúlu 1 lið BMW er staðsett í Hinwill í Sviss. Sá galli er á gjöf njarðar að BMW er ekki lengur með rétt til að keppa í Formúlu 1 2010 og þarf að bíða þess hvort FIA gefur liðinu leyfi til að verða fjórtánda liðið á ráslínu.

FIA tilkynnti í dag tilkomu nýs liðs sem heitir Lotus og þar með er kvótinn fyrir 13 lið fylltur og 26 ökumenn. Kaupendur BMW liðsins verða því að bíða þess hvort FIA nær samningum við önnur keppnislið að fjórtánda liðið bætist við. Að baki kaupunum eru evrópskrar og arabískar fjölskyldur, en fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi fer fram í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×