Formúla 1

Formúlu 1 titlarnir afhentir í Mónakó

Jenson Button og Ross Brawn með meistaratitlanna í gærkvöldi.
Jenson Button og Ross Brawn með meistaratitlanna í gærkvöldi.

Jenson Button tók á móti meistaratitlinum í Fornúlu 1 á afhendingu í Mónakó í gærkvöldi ásamt Ross Brawn eiganda Brawn liðsins sem nú heitir Mercedes. Lið hans vann bæði titil ökumanna og bílasmiða.

Brawn vann það ótrúlega afrek að bjarga Honda liðinu frá því að vera lagt niður og stofnaði eigið lið undir merkinu Brawn. Hann seldi það síðan í lok ársins til Mercedes, en var frekar svekktur að nýkrýndur meistari liðsins ákvað að fara til McLaren liðsins fyrir næsta ári.

Button taldi breytinga þörf og vildi skipta um umhverfi eftir sjö ára veru hjá sama liði. Hann ekur með Lewis Hamilton á næsta ári.

Enn á eftir að ráða annan ökumann Mercedes liðsins, en Nico Rosberg er þegar kominn á samning hjá liðinu.

Sjá nánar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×