Formúla 1

Bretlandsdrottning heiðrar Hamilton

Chris Hoy var sleginn til riddara og Lewis Hamilton fékk MBE orðuna í heiðurslista Bretadrottningar um helgina.
Chris Hoy var sleginn til riddara og Lewis Hamilton fékk MBE orðuna í heiðurslista Bretadrottningar um helgina. Mynd: Getty Images

Lewis Hamilton bætti enn einni rós í hnappagatið um áramótin. Elísabet drottning Bretlands veitti honum MBE orðuna fyrir afrek sín í Formúlu 1.

Á sama tíma var hjólreiðamaðurinn Chris Hoy sleginn til riddara fyrir frábæran árangur á Olympíuleikunum í Kína í sumar. Þeir félagar þekkjast ágætlega og áttu að keppa hvor við annan á Wembley á meistaramóti kappakstursökumanna í desember. Ekki varð af því vegna rigningar.

MBE orðan (Member of British Empire) er ein af fimm nafnbótum sem Bretlandsdrottning veitir um hver áramót, en hæsta gráðan er að vera sleginn til riddara. Hamilton var dúpt snortin af viðurkenningunni, en nokkrir kappar í akstursíþróttum hafa hlotið viðurkenningu áður.

http://www.kappakstur.is/












Fleiri fréttir

Sjá meira


×