Formúla 1

Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn

Mengun er mikil í Singapúr og skógareldar hafa valdið því að reykur liggur yfir borginni og takmarkar sýn.
Mengun er mikil í Singapúr og skógareldar hafa valdið því að reykur liggur yfir borginni og takmarkar sýn.

Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins.

Eldar hafa geysað á Sumötru og Kalimantan vegna mikilla hita og stjórnendur mótsins segja að FIA verði að taka ákvörðun um hvort skyggni sé nógu mikið, en mótið í Singapúr fer fram í flóðlýsingu. Brautin er lýst upp með 1.500 ljósum.

"Það versta sem gæti gerst er að skyggnið verði svo slæmt að það hefur áhrif á öryggi ökumanna og að stöðva verði keppnina. Það sama á við ef það verður úrhellisrigning á flóðlýstri braut. En þetta er eitthvað sem dómarar mótsins verða að ákveða", sagði Tan Teng Lip hjá akstursíþróttasambandi Singapúr.

Kappaksturinn í fyrra vakti mikla lukku vegna flóðlýsingar og skemmtilegrar stemmningar, þó rifist sé um úrslitin og hvernig Renault svindlaði til að ná árangri. Dæmt verður í því máli hjá FIA, alþjóðabílasambandinu á mánudagnn.

Sjá brautarlýsingu frá Singapúr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×