Formúla 1

Hamilton fljótastur á lokaæfingunni

Lewis Hamilton var með besta tíma á lokaæfingunni í Ungverjalandi í dag.
Lewis Hamilton var með besta tíma á lokaæfingunni í Ungverjalandi í dag. mynd: kappakstur.is

Lewis Hamilton hélt uppteknum hætti frá æfingum í gær og náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun fyrir tímatökuna, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.45 í dag.

Hamilton varð 0.4 sekúndum á undan Nick Heidfeld á BMW sem birtist óvænt í öðru sæti tímalistans eftir brösótt gengi BMW alla helgina og í síðustu mótum. Nico Rosberg á Williams varð þriðji fljótastur og sigurvegari síðasta árs á þessari braut, Heikki Kovalainen kom honum næstur.

Mesta athygli vakti tími Sebastian Buemi á Torro Rosso, sen varð fimmti á endurbættum bíl og nýliðinn Jamie Alguersuari á samskonar bíl varð átjándi, eftir að hafa verið í toppsæti lengi vel.

Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með sautjánda besta tíma og helstu keppinautar hans hjá Red Bull, Mark Webber og Sebastian Vettel voru í níunda og tíunda sæti.

Sjá tíma ökumanna












Fleiri fréttir

Sjá meira


×