Fer hver að verða sér næstur? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. júní 2009 06:00 BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Kreppan dregur fram bæði það versta og besta í fólki. Það mætti kannski flokka þetta sem sjálfsbjargarviðleitni en þegar bensíndropinn er farinn að nálgast tvö hundruð krónurnar er betra að vera á hjóli. Og auðvitað betra að þurfa ekkert að borga fyrir hjólið. Ég vona bara að rabarbarinn fái að vera í friði í garðinum, en ætli sykurskatturinn sjái ekki til þess, fólk sultar sjálfsagt minna fyrir vikið. Kreppan er að hefja sig á annað stig. Ákveðin örvænting virðist vera að grípa um sig í samfélaginu en fréttir af innbrotum og ofbeldisverkum fylla síður blaðanna. Þeir sem þekkja til segja slíkt alltaf aukast í efnahagslægðum. Fólk tekst misjafnlega á við ástandið. Einhverjir kunna þó að nýta sér það til tekna en tvær ef ekki þrjár bækur sem fjalla um hrunið hafa verið drifnar út á síðustu mánuðum. Fólk er forvitið að lesa og fá kannski einhver svör við því af hverju fór sem fór, hverjum sé um að kenna. Lára Ómarsdóttir skrifaði bók þar sem er að finna ýmis ráð til að kljúfa kreppuna, með gleðina að vopni. Það er hressandi að heyra af fólki sem lætur ekki deigan síga í atvinnuleysi heldur framkvæmir hugmyndir sínar, gefur út bækur eða hannar nýtt borðspil og opnar verslanir með notuð barnaföt. Það má fá innblástur af bjartsýni og dug þessa fólks og sjálfsagt að taka það sér til fyrirmyndar, frekar en að stela reiðhjólum. Sjálfsagt þýðir heldur ekkert að vonast til þess að ráðamenn þjóðarinnar kippi ástandinu í liðinn á næstunni. Ríkisstjórnin hefur tönnlast á því að brýnast sé að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda. En eftir síðasta útspil hennar, held ég að við munum öll á endanum enda í þeim hópi hvort sem er, sem þarf mest á hjálp að halda. Og hvað þá, er þá bara hver sjálfum sér næstur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Kreppan dregur fram bæði það versta og besta í fólki. Það mætti kannski flokka þetta sem sjálfsbjargarviðleitni en þegar bensíndropinn er farinn að nálgast tvö hundruð krónurnar er betra að vera á hjóli. Og auðvitað betra að þurfa ekkert að borga fyrir hjólið. Ég vona bara að rabarbarinn fái að vera í friði í garðinum, en ætli sykurskatturinn sjái ekki til þess, fólk sultar sjálfsagt minna fyrir vikið. Kreppan er að hefja sig á annað stig. Ákveðin örvænting virðist vera að grípa um sig í samfélaginu en fréttir af innbrotum og ofbeldisverkum fylla síður blaðanna. Þeir sem þekkja til segja slíkt alltaf aukast í efnahagslægðum. Fólk tekst misjafnlega á við ástandið. Einhverjir kunna þó að nýta sér það til tekna en tvær ef ekki þrjár bækur sem fjalla um hrunið hafa verið drifnar út á síðustu mánuðum. Fólk er forvitið að lesa og fá kannski einhver svör við því af hverju fór sem fór, hverjum sé um að kenna. Lára Ómarsdóttir skrifaði bók þar sem er að finna ýmis ráð til að kljúfa kreppuna, með gleðina að vopni. Það er hressandi að heyra af fólki sem lætur ekki deigan síga í atvinnuleysi heldur framkvæmir hugmyndir sínar, gefur út bækur eða hannar nýtt borðspil og opnar verslanir með notuð barnaföt. Það má fá innblástur af bjartsýni og dug þessa fólks og sjálfsagt að taka það sér til fyrirmyndar, frekar en að stela reiðhjólum. Sjálfsagt þýðir heldur ekkert að vonast til þess að ráðamenn þjóðarinnar kippi ástandinu í liðinn á næstunni. Ríkisstjórnin hefur tönnlast á því að brýnast sé að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda. En eftir síðasta útspil hennar, held ég að við munum öll á endanum enda í þeim hópi hvort sem er, sem þarf mest á hjálp að halda. Og hvað þá, er þá bara hver sjálfum sér næstur?
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun