Formúla 1

Bossamyndir hefta ekki Mosley

Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Max Mosley.
Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Max Mosley. mynd: Getty Images

  Max Mosley forseti FIA telur líklegt að hann gefi kost á sér til forseta FIA, en hann hefur setið á toppi pýramída alþjóðabílasambandsins síðustu þrjú kjörtímabil. Mosley hefur unnið öttullega að því að minnka kostnað keppnisliða í Formúlu 1 síðustu vikurnar.

Hann hefur unnið þrekvirki á þeim tíma, en í fyrra varð hann frægur fyrir frásögn slúðurblaðs um heimsókn sína til vændiskvenna. Þar var hann barinn á berann bossann og þótti mörgum það ekki sæma forseta. En Mosley sat sem fastast og hyggur á endurkjör.

"Ég hef fengið hvatningu víða varðandi endurkjör og ég verð að tilkynna ákvörðun mína fyrir lok júni", sagði Mosley í dag.

Sjö mótframboð hafa verið nefnd til sögunnar, en FIA kaus í fyrra um hvort Mosley bæri að segja af sér. Hann stóðst prófið og nú er spurning hvort hann nær endurkjöri fjórða tímabilið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×